Some thoughts from Atli in Antarctica High Plateau

Some thoughts from Atli Pálsson, stationed in Antarctica
Date: November 23rd 2015
Location: FD83, S 83.23 E 20.28

Dear readers.

The expedition I am participating in for Arctic Trucks and The Antarctic Company has reached its destination at 83 degrees South on the high plateau of Antarctica. I and Bragi left Iceland for Cape Town on the 30th of October. We stayed there for a few days while making final preparations for the flight to Antarctica on the Russian Ilyushin 76 freight plane. We landed on the ice-runway in Novolazarevskaya (usually called Novo – for obvious reasons!), a Russian research station, on November 4th along with the staff that will service the “airport” during the Antarctic summer. The weather was great when we landed, -20 degrees and a bright sky, but soon after it the wind started to blow and the snowdrift lasted for 10 days! We desperately needed to use those days to prepare for the expedition so often we had to work under really challenging circumstances, and some days we could not work at all because of the weather. It says a lot about the visibility within the area that often we had to use our GPS to find our ways between the buildings. Finally the weather got better and on November 17th I left Novo with three Russian guys, Andrey, Dimitri and Valentin, heading for the high plateau. Bragi stayed in Novo where he will continue working on the vehicles, but the Arctic Trucks vehicles are an important factor in the operation in Novo.

Our route was 1.350 kilometers total and it lies in 3.500 meters’ altitude when highest. The four of us are travelling in two Arctic Trucks vehicles, a 4X4 and a 6X6 with a Arctic Trucks 44″ trailer each. We carry supplies for a whole month, fuel, safety equipment, spare parts and tools, along with everything else we need to survive in this harsh environment. The first part of the route was through a mountain range which is kind of a gate to the high plateau. The elevation is considerable on the first day and the first night we camped in 2.200 meters’ altitude to adjust to the thin air. The air in Antarctica is considerably thinner than in similar altitudes in the European Alps for example. The camping area was magnificent, underneath a mountain called Thorshammer and with a view of the high plateau rising in all its glory.

The morning after, we left early since we had a long way ahead of us. We took turns driving and resting. The driving conditions were pretty good and the weather was great, clear sky and sunny for the whole 24 hours. The temperature was pretty low during the five days of driving, it went from -25 to -30 during the day and down to -47 during the night. In such cold it is important to be careful, both regarding people and equipment, since everything that can freeze does and all mistakes can be costly. But the Arctic Trucks equipment and years of experience proved itself and we arrived at our destination without major problems.

For the last two days we have been working on hard on setting up camp, making the runway and doing all the things needing to operate a primitive airport here for the next month or so. We are expecting a few airplanes that will land here for refueling and to rest the crew on their way to the South Pole. When those words are written everything is ready and we are waiting for the first plane to arrive. While waiting we enjoy a game of domino as well as telling each other stories, which are more or less misunderstood since I do not speak Russian and my Russian companions English is not exactly fluent!

I hope this report is informative but also maybe an entertaining read. I will send another “newsflash” later on but until then we send our best to you all from the “airport” at 83 degrees south on the Antarctica plateau!

Best regards,
Atli Pálsson

P.S. At the moment Iceland is winning in the Domino game, but I have a feeling that the Russians are planning an attack in the next days!

Hugleiðingar frá Atla Pálssyni á Suðurskautinu.
Dagsetning: 23. nóvember 2015
Staðsetning: FD83, S 83.23 E 20.28

Kæru lesendur

Leiðangur Arctic Trucks í samstarfi við The Antarctic Company er kominn á áfangastaðinn, 83. gráður suður á hásléttu Suðurskautslandsins. Undirritaður og Bragi Guðfinnson lögðu af stað frá Íslandi þann. 30. október áleiðis til Cape Town í Suður Afríku. Þar var staldrað við í nokkra daga meðan unnið var að lokaundirbúningi fyrir flug með rússneskri Ilyushin 76 flutningavél til Suðurskautslandins.

Við félagarnir lentum á ísflugbrautinni við Novolazarevskaya, rússneska rannsóknastöð, þann 4. nóvember ásamt starfsmönnum sem munu sjá um rekstur “flugvallarins” yfir heimskautasumarið. Veðrið við lendingu var frábært, -20 gráður og bjart, en fljótlega fór að blása hressilega og við tók skafrenningur sem varði nánast sleitulaust næstu 10 daga. Þessa daga þurftum við að nýta til að undirbúa leiðangurinn þannig við unnum oft í fremur krefjandi aðstæðum en þó var suma daga ekkert hægt að gera vegna veðurs. Það lýsir skygginu innan flugvallarsvæðisins kannski best að við þurftum oft að nota GPS tækin til að rata milli húsa. En að lokum skánaði veðrið og þann 17. nóvember lagði ég af stað ásamt þremur rússum, þeim Andrey, Dimitri og Valentin. Bragi varð eftir í Novo þar sem bíða hans ýmiskonar ævintýri enda er Arctic Trucks og bílar frá fyrirtækinu ómissandi hlekkur í starfssemi ýmissa aðila sem halda uppi starfsemi frá Novo.

Leiðin okkar er samtals um 1.350 kílómetra löng og fer hæst upp í um 3.500 metra hæð. Við ferðumst fjórir saman á tveimur bílum frá Arctic Trucks, einum 4×4 og einum 6×6 bíl ásamt tveimur kerrum. Meðferðis eru vistir fyrir heilann mánuð, eldsneyti, öryggisbúnaður, fjarskiptatæki, varahlutir og verkæri ásamt öllu því sem þarf til að lifa af og líða vel í þessu harðneskjulega umhverfi. Fyrsti hluti leiðarinnar lá í gegnum fjallgarð sem er einskonar inngangur að hásléttunni. Þar sem við hækkum okkur töluvert þennan fyrsta dag gistum við í um 2.200 metra hæð til að aðlagast þunna loftinu, sem er talsvert þynnra hér við Suðurskautið en í samsvarandi hæð til dæmis í Evrópsku Ölpunum. Tjaldstæðið var ekki af verri endanum, undir fjalli sem hefur verið nefnt Þórshamar og við blasir hásléttan í allri sinni hvítu dýrð.

Morguninn eftir lögðum við snemma af stað enda löng leið framundan. Menn skiptast á að keyra og hvíla sig inn á milli. Færið var almennt nokkuð gott og veður frábært, heiðskýrt og sólskin allann sólarhringinn. En hitastigið var mjög lágt þessa fimm sólarhringa sem við vorum á leiðinni, -25 til -30 gráður á daginn og -40 til -47 gráður á nóttunni. Í slíkum kulda þarf að gæta ítrustu varúðar bæði hvað varðar menn og tæki, það frýs allt sem frosið getur og mistök geta orðið dýrkeypt. En tækin og útbúnaðurinn frá Arctic Trucks ásamt áralangri reynslu starfsmanna skilaði sér í því allt gekk þetta snurðulaust og við komumst öruggir á leiðarenda.

Undanfarna tvo daga höfum við unnið hörðum höndum að því að koma upp tjaldbúðum, útbúa flugbraut og annað sem til þarf svo hér getum við rekið frumstæðann flugvöll næsta mánuðinn. Við eigum von á flugvélum sem millenda hér til að taka eldsneyti og hvíla áhöfn á leið sinni á Suðurpólinn. Þegar þetta er skrifað er allt tilbúið og við bíðum spenntir eftir fyrstu vélinni sem kemur innan skamms en á meðan styttum við okkur stundir með því að spila domino og segja sögur sem meira og minna misskiljast enda tala ég ekki rússnesku og rússarnir eru heldur stirðir í ensku.

Ég vona að þetta skeyti sé fróðlegt og jafnvel skemmtilegt. Þegar líður á leiðangurinn reyni ég að senda annað fréttaskeyti en í millitíðinni biðjum við að heilsa héðan frá flugbrautinni á 83 suður þar sem allir eru hressir og kátir.

Kveðja,
Atli Pálsson

Ps. Staðan í Domino leiknum er Íslandi í hag, en mig grunar að rússarnir stefni á harða sókn næstu daga.

#ArcticTrucks ON INSTAGRAM