Letter from Atli – November 26th 2015

We have had some problems getting letters from Atli from Antarctica. Now we have received a few letters from him and we will publish here, even though they are few weeks old.

Written by: Atli Pálsson
Date:  November 26th 2015
Location: FD83, S 83.23 E 20.28

Dear friends!

The first airplane landed at our runway yesterday without problems. This was a so-called Basler, which is basically a DC3 but with new motors and updated navigation equipment. It still looks as original as possible! Those planes are highly suitable for those tasks since it is easy to equip them with skis and they can land wherever the snow is reasonably even, which is not hard to find around here. On the plane were a group of tourist on their way to the South Pole, where they stopped for two hours, took some selfies and then headed back to Novo with a short stop for fuelling here. The crew brought us a pleasant surprise from the chefs in Novo, some fresh fruits, cold beer, new bread and more. This was a welcomed addition to our pretty good selection of food so now our life here is pretty good!

The weather has been quite good, during the day it is comfortable minus 20 degrees and sunny but during the night the temperature goes down to minus 30 degrees. But we are pretty comfortable, we have a big tent heated with a webasto heater which gives us a nice room temperature. The sun shines all day through, it is not only bright during the night – it is full sunshine which heats the tent quite well. It may sound strange – but because the heat in the tent I cannot sleep in there and I have moved my night-lodging to a smaller tent where I sleep like a log! My Russian friends find this pretty strange, they tell me that I must be crazy but that does not bother me!

As far as I can tell, my Russian team-mates are doing fine. They are a fine group which are easy to work with, even though the cultural difference is significant! For example, they love to eat raw onions and garlic as a snack. It seems that I am adjusting well to the groups, because I am starting to eat raw onions as well! Of course the Russians have a drink every evening and most of the time they drink some horrible home brewed alcohol that Dimitris friend makes. They tell me that the sturdiness of the alcohol depends on the location where it is taken in, and this drink of theirs is 83% strong and tastes like a jet fuel!

I send my best wishes to everybody at home, and I hope this letter of mine gets to you eventually!

Atli Páls.

Það gekk nokkuð brösulega að fá bréfin frá Atla, en nú höfum við fengið nokkur bréf sem verða birt hér.

Skrifað af: Atli Pálsson
Dagsetning: 26 . nóvember 2015
Staðsetning: FD83, S 83.23 E 20.28

Kæru vinir

Fyrsta flugvélin lenti hjá okkur í gær og það gekk allt saman stóráfallalaust. Þetta var svokallaður Basler, sem er í grunninn DC 3 vél eins og Landgræðslan notar en búið er að setja á vélina nýtísku mótora og uppfæra siglingatækin en útlitið er eins klassískt og hugsast getur. Þessar vélar henta vel hér þar sem auðvelt er að setja á þær skíði og lenda hvar sem finnst þokkalega sléttur snjór, en það ansi víða hér um slóðir. Með þessari vél var hópur af ferðamönnum sem héldu svo áfram á sjálfann Suðurpólinn þar þau stoppuðu í tvo tíma, tóku “selfie” og flugu aftur til Novo með viðkomu hjá okkur. Áhöfnin kom með glaðning fyrir okkur frá kokkunum í Novo, ferska ávexti, kaldann bjór, nýtt brauð og fleira. Þetta bætist við annars nokkuð góðann kost þannig nú lifum við eins vel og hugsast getur.

Veðrið hefur leikið við okkur, á daginn eru þægilegar -20 gráður og sól en á nóttunni fer hitastigið niður í -30 gráður. En það fer verulega vel um okkur, við höfum hér stórt tjald sem við kyndum með  webasto miðstöð og þar inni er stofuhiti. Sólin skín svo allann sólarhringinn, það er ekki bara bjart á nóttunni heldur glaða sólskin sem hitar tjaldið oft hressilega. Reyndar er þetta svo öfugsnúið að ég get ekki sofið í upphitaða tjaldinu og hef alfarið flutt næturstaðinn minn í minna tjald þar sem ég sef eins og sveskja. Þetta finnst rússnesku félögum mínum mjög undarlegt og segja að ég ruglaður en ég læt það sem vind um eyru þjóta.

Af rússunum er annars allt gott að frétta eftir því sem ég kemst næst. Þetta eru ljómandi fínir karlar sem er gott að vinna með þó menningarmunurinn sé talsverður. Sem dæmi má nefna að þeim finnst fátt betra en að maula hráann lauk og hvítlauk milli mála. En fátt er svo með öllu illt að ekki megi venjast svo gott þyki og ég er farinn að standa mig að því að úða í mig hráum lauk. Rússarnir skála svo náttúrulega á hverju kvöldi í einhverju skelfilegu heimabruggi sem vinur Dimitri býr til. Þeir segja mér styrkleiki drykkja eigi að fara eftir staðsetningu, enda er þessi drykkur þeirra heil 83% og minnir helst á þotueldsneyti.

Ég bið kærlega að heilsa heim og vona að þetta skeyti rati á leiðarenda.

Atli Páls.

#ArcticTrucks ON INSTAGRAM