Letter from Atli – December 9th 2015

Written by: Atli Pálsson
Date: December 9th 2015
Location: FD83, S 83.23 E 20.28

Hello!

Just a short letter this time. The weather the last few days has made it impossible to fly, the visibility has been too bad, either here or at the South Pole. But today it looks better and for the next few hours’ planes will come in every few hours. Fortunately, we have been able to rest for the last few days because the runway at FD83 will be open all night. Our assignment in this operation is to make sure the runway is ready, smooth and well-marked. It is also our job to unload the planes, refuel the planes from the oil barrels and reload the planes before departure. In between we make sure that the disoriented tourists do not come to any harm. The tourists with their guides stay in a camp next to ours, but we offer accommodation, food and some small talk to the crews.

The next plane is expected to land in an hour so I better get going. This letter will be put on a memory key which one of the crew members will bring back to Novo. There he will hopefully find Bragi which hopefully can send this by satellite to Iceland.

Best regards from the end of the world,
Atli Páls

Skrifað af: Atli Pálsson
Dagsetning: 9. desember 2015
Staðsetning: FD83, S 83.23 E 20.28

Halló

Örstutt skeyti í þetta skiptið. Hér hefur ekki gefið veður fyrir flug undanfarna daga, skyggni verið fremur lélegt hér og á Suðurpólnum til skiptis. En í dag skal það gerast og nú á næstu klukkustundum eru komur og brottfarir á nokkurra tíma fresti. Það kemur sér vel við höfum lítið gert annað en að sofa síðustu daga því nú verður flugbrautin á 83 suður opin í alla nótt. Okkar hlutverk í þessu öllu saman er auðvitað að hafa brautina tilbúna, slétta og vel merkta. En ekki síður er okkar hlutverk að afferma vélarnar, afgreiða eldsneyti af tunnum og svo ferma vélarnar aftur fyrir brottför. Þess á milli pössum við að áttavilltir ferðamenn fari sér ekki að voða. Ferðamennirnir ásamt leiðsögumönnum gista í tjaldbúðum við hliðina á okkar búðum, en við bjóðum áhöfnum flugvélanna uppá gistingu, mat og kaffispjall.

Nú er um það bil klukkutími í lendingu og best að hafa sig að verki. Þetta skeyti fer á minnislykil sem fær svo far með flugvél til Novo. Þar hefur einn úr áhöfn flugvélarinnar uppi á Braga sem svo sendir skeytið í gegnum gervihnött til Íslands.

Kveðja frá hjara veraldar,
Atli Páls

#ArcticTrucks ON INSTAGRAM