Letter from Atli – December 28th 2015

Written by: Atli Pálsson
Date: December 28th 2015
Location: ALCI airbase Novo, S 70.49 E 11.38

Good morning and merry Christmas!

We are finally back in Novo! We left FD83 on the 23rd of December and arrived in Novo in morning of December 26th. The journey took only 63 hours which is much shorter than we expected. For example, the journey from Novo to FD83 a month ago took twice as much time. We got a great weather almost all the way and the conditions were excellent. But it is not only weather and conditions that matter, we have also got used to working as a team and with orderly work methods we safe a lot of time. We only got bad weather the last 100 kilometres before we got to Novo and for that part of the way we had to totally rely on the GPS and our common sense.

There was a welcoming ceremony for us when we got to Novo. They took us directly to Oasis which is close by, where we were treated with champagne, great food and a hot sauna. There is nothing better than a very hot Russian sauna after a long journey, which included your exhaust being beaten out your body with hot branches with leaves on. But you could also say that this bath was timely since we had not had a shower for six weeks.

Ahead we have some quiet days which I will use to prepare the vehicles for the cold arctic winter. If everything goes as planned, I will fly to Cape Town on January 11th and arrive in Iceland few days later.

Happy new year!
Atli Pálsson

Skrifað af: Atli Pálsson
Dagsetning: 28. desember 2015
Staðsetning: ALCI airbase Novo, S 70.49 E 11.38

Góðann daginn og gleðileg jól!

Þá erum við komnir aftur til Novo. Við lögðum af stað frá FD83 þann 23. desember og komum á leiðarenda að morgni 26. desember. Ferðalagið tók okkur ekki nema 63 klukkustundir sem er mun styttra en við var búist. Það er til dæmis ekki nema helmingur þess tíma sem tók okkur að komast upp á 83. gráðu fyrir rúmum mánuði. Við fengum frábært veður nánast alla leið og færið var með besta móti. En það fleira en veður og aðstæður sem spila inn í, við erum orðnir vanir að vinna saman og með góðu skipulagi og öguðum vinnubrögðum sparast mikill tími. Það var ekki nema síðustu 100 kílómetrana áður en við komum til Novo sem veðrið brást og þann hluta leiðarinnar urðum við algerlega að treysta á GPS tæki og hyggjuvitið.

Við komuna til Novo var tekið á móti okkur með viðhöfn. Við vorum drifnir niður í Oasis sem er hérna í nágrenninu þar sem beið okkar kampavín í glösum, veislumatur og rjúkandi heitt gufubað. Hvað er betra eftir langa ferð en að komast í funheitt gufubað að rússneskum sið þar sem þreytan er bönkuð úr manni með heitum trjágreinum með laufinu og öllu saman. En það er heldur ekki laust við að tími hafi verið kominn tími á bað þar sem það er liðinn einn og hálfur mánuður síðan við fórum í sturtu.

Framundan eru rólegir dagar sem ég mun nýta til að ganga frá bílum og búnaði fyrir veturinn. Ef allt fer eftir áætlun flýg ég héðan þann 11. janúar til Cape town í Suður Afríku og þaðan til Íslands nokkrum dögum síðar.

Gleðilegt nýtt ár!
Atli Pálsson

#ArcticTrucks ON INSTAGRAM